Back arrow

Drama

A Song Called Hate

Leikstjórn

Anna Hildur Hildibrandsdóttir

Lengd

90

Frumsýnd

26. feb 2021

Land

Ísland

Leikstjórn

Anna Hildur Hildibrandsdóttir

Lengd

90

Frumsýnd

26. feb 2021

Land

Ísland

Hljómsveitin Hatari hafði starfað í jaðarsenu íslenskrar menningar frá árinu 2016 tiltölulega lítt þekkt. Það breyttist eftirminnilega árið 2019 þegar meðlimir hennar ákváðu að senda lagið Hatarið mun sigra í Söngvakeppni sjónvarpsins. Var þetta grín eða alvara hjá þessu and-kapítalíska BDSM teknóbandi? Var þetta brandari sem gekk of langt? Hataraæði greip þjóðina í Eurovisionanda en framlag þeirra var umdeilt og umtalað bæði hér heima fyrir og alþjóðlega. Hópurinn samanstóð af 13 manns þar sem hver hafði sitt hlutverk í gjörningnum og lagði í óvissuferð þann 2. maí 2019 sem enginn vissi hvernig myndi enda. Staðráðin í að taka sér dagskrárvaldið og setja Eurovision í pólitískt samhengi átakanna á milli Ísrael og Palestínu lögðu þau af stað með fyrirheit um óvæntar uppákomur. Við fylgjumst með þeim hitta ísraelska listamenn og samstarfi þeirra við palestínska tónlistarmanninn Bashar Murad og tískuhönnuðina í Trashy Clothing. Heimildamyndin segir sögu þessa ferðalags og fylgist með hvernig þau brutust í gegnum Eurovision maskínuna með gjörningnum og hvernig gjörningurinn breytti þeim sjálfum.
Myndin spyr spurninga um hlutverk listarinnar í samfélaginu og skoðar listina á bak við það að taka afstöðu.

Framleiðandi: Tattarrattat í samstarfi við RÚV

Leikstjórn

Anna Hildur Hildibrandsdóttir

Lengd

90

Frumsýnd

26. feb 2021

Land

Ísland

Hljómsveitin Hatari hafði starfað í jaðarsenu íslenskrar menningar frá árinu 2016 tiltölulega lítt þekkt. Það breyttist eftirminnilega árið 2019 þegar meðlimir hennar ákváðu að senda lagið Hatarið mun sigra í Söngvakeppni sjónvarpsins. Var þetta grín eða alvara hjá þessu and-kapítalíska BDSM teknóbandi? Var þetta brandari sem gekk of langt? Hataraæði greip þjóðina í Eurovisionanda en framlag þeirra var umdeilt og umtalað bæði hér heima fyrir og alþjóðlega. Hópurinn samanstóð af 13 manns þar sem hver hafði sitt hlutverk í gjörningnum og lagði í óvissuferð þann 2. maí 2019 sem enginn vissi hvernig myndi enda. Staðráðin í að taka sér dagskrárvaldið og setja Eurovision í pólitískt samhengi átakanna á milli Ísrael og Palestínu lögðu þau af stað með fyrirheit um óvæntar uppákomur. Við fylgjumst með þeim hitta ísraelska listamenn og samstarfi þeirra við palestínska tónlistarmanninn Bashar Murad og tískuhönnuðina í Trashy Clothing. Heimildamyndin segir sögu þessa ferðalags og fylgist með hvernig þau brutust í gegnum Eurovision maskínuna með gjörningnum og hvernig gjörningurinn breytti þeim sjálfum.
Myndin spyr spurninga um hlutverk listarinnar í samfélaginu og skoðar listina á bak við það að taka afstöðu.

Framleiðandi: Tattarrattat í samstarfi við RÚV