Leikstjórn
Silja Hauksdóttir
Lengd
95
Frumsýnd
17. okt 2019
Handrit
Silja Hauksdóttir, Mikael Torfason, Gagga Jonsdottir, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir
Land
Ísland
Bíómyndin Agnes Joy er grátbrosleg mæðgnasaga eftir leikstjórann Silju Hauksdóttur. Áleitin saga úr samtímanum og um leið þroskasaga mæðgna frá Skaganum þar sem húmorinn er aldrei langt undan.
Hér segir frá Rannveigu sem hefur að undanförnu upplifað kulnun í bæði starfi og einkalífinu. Það er ekki nóg með að hún sé einmanna, hjónabandið við eiginmanninn Einar sé á leið í hundana og að hún sé föst í starfi sem hatar þá á hún í stöðugum útistöðum við dóttur sína Agnesi, sem er uppreisnargjörn og krefst þess að fara sínar eigin leiðir þrátt fyrir boð, bönn og sígildar móðurlegar ráðleggingar.
Þegar nýr nágranni, leikarinn Hreinn, birtist á tröppunum er eins og vonbrigði og gremja hversdagsins hverfi um stund hjá mæðgunum. Það leiðir til þess að fjölskyldan neyðist endurmeta hlutina og horfast í augu við glænýjar áskoranir.