Leikstjórn
Ísold Uggadóttir
Lengd
95 mínútur
Frumsýnd
9. mar 2018
Handrit
Ísold Uggadóttir
Land
Ísland
Andið eðlilega fléttar saman sögum tveggja ólíkra kvenna, hælisleitanda frá Gíneu-Bissá og ungrar íslenskrar konu sem hefur störf við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Leiðir þeirra liggja saman á örlagastundu í lífi beggja og tengjast þær óvæntum böndum.
Þátttaka á hátíðum
- Sundance Film Festival, 2018 – Verðlaun: Vann fyrir besta erlenda leikstjóra (Ísold Uggadóttir).
- Göteborg Film Festival, 2018 – Verðlaun: Vann FIPRESCI verðlaun.