Frumsýnd
13. ágú 2017
David Gilmour: Heimsútsending frá Pompeii
Aðeins ein útsending í kvikmyndahúsum um allan heim
Dagana 7. og 8. júlí 2016 hélt David Gilmour tvenna stórfenglega tónleika í hinu kynngimagnaða hringleikahúsi í Pompeii við rætur Vesuviusarfjalls. Þar kom hann fram 45 árum eftir að hafa stigið þar fyrst á svið með hljómsveit sinni Pink Floyd sem tók upp tónleikamyndina Pink Floyd Live at Pompeii.
Tónleikarnir spanna allan feril Davids og má þar t.d. heyra Pink Floyd lögin „Wish You Were Here“, „Comfortably Numb“ og „One of These Days“ sem og lög frá sólóplötum hans, Rattle that Lock og On an Island.
+ Lesa meiraDavid Gilmour er fyrsti tónlistarmaðurinn til þess að halda rokktónleika frammi fyrir áhorfendum á þessum fornrómverska stað sem byggður var árið 90 f.Kr. en árið 79 e.Kr. rigndi yfir hann ösku og gjósku í eldgosinu fræga. 2000 ár hafa liðið síðan margmenni safnaðist saman til að horfa á sýningu í hringleikjahúsinu og þá hefur það líklegast verið til að horfa á skylmingarþræla takast á.
„Þessi staður er töfrum líkastur, tilfinningin sem ég fékk þegar ég kom þarna aftur og sá sviðið og leikvanginn var yfirþyrmandi. Þetta er samastaður drauga …“
Aðeins þetta kvöld, 13. september, munu 2000 kvikmyndahús um allan heim sýna „David Gilmour Live at Pompeii“.