Lengd
155 mínútur
Frumsýnd
3. okt 2017
Antonio Pappano er hljómsveitarstjóri þessarar ástríðufullu óperu Puccini og hefur fengið nokkur helstu nýstirni óperuheimsins til að taka að sér aðalhlutverkin, þeirra á meðal eru Nicole Car, Michael Fabiano og Mariusz Kwiecien. Hinn ágæti leikstjóri Richard Jones (sem meðal annars hefur leikstýrt Boris Godunov og Il trittico) stýrir þessari nýju útgáfu af verkinu þekkta.
+ Lesa meiraÞegar hið auralausa ljóðskáld Rodolfo hittir saumakonuna Mimí verða þau strax yfir sig ástfanginn. En Rodolfo kemst að því að hamingja þeirra sé skammvinn því Mimí sé dauðvona.
Enginn fær þessa hnyttnu og ástríðufullu tragíkómedíu staðist. Hún fjallar um hóp ungra listamanna sem lifa 19. aldar bóhemlífi í París en hönnuðurinn Stewart Laing nær að fanga borgarstílinn í leikmyndina með glæsibrag.
Rómantíski bragur bóhemlífsins sem Puccini dregur sterka mynd af með minnisstæðri tónlistinni og ástarsögu úr hversdagslífi einstaklinga þess tíma hefur fangað hugi og hjörtu áhorfenda víðsvegar um heim og gert La bohéme að einni af ástsælustu óperum allra tíma.
Verkið er um það bil 2 klukkustundir og 35 mínútur að lengd með einu hléi.
Óperan er sungin á ítölsku og er sýnd með enskum texta.
Tónlist – GIACOMO PUCCINI
Leikstjóri – RICHARD JONES
Hljómsveitarstjóri – ANTONIO PAPPANO
MIMÌ – NICOLE CAR
RODOLFO – MICHAEL FABIANO
MARCELLO – MARIUSZ KWIECIEŃ
MUSETTA – NADINE SIERRA