Leikstjórn
Greta Gerwig
Frumsýnd
24. jan 2020
Handrit
Greta Gerwig og byggð á bók Louisa May Alcott
Hugljúf mynd byggð á samnefndri bók eftir Louisa May Alcott.
Little Women fjallar um Marchsysturnar fjórar, Jo, Meg, Beth og Amy. Systurnar eru samrýndar en á sama tíma ólíkar að því leyti að þær horfa hver með sínum augum á framtíðina. Meg og Amy eru vissar um að þeim sé best borgið með því að giftast góðum mönnum (á ólíkum forsendum) á meðan Jo vill skapa sér sjálfstætt líf, óháð því hverjum hún giftist – ef hún ætlar yfir höfuð að giftast. Sagan þykir gefa ómetanlega innsýn í líf milli- og yfirstéttarfólks í Bandaríkjunum á árunum eftir bandarísku borgarastyrjöldina, og er í senn áhrifarík og ógleymanleg og inniheldur bæði mikla rómantík og góðan húmor.
Little Women hlaut 6 óskarstilnefningar, þar á meðal besta myndin.