Back arrow

Ópera

Macbeth

Lengd

200

Frumsýnd

4. apr 2018

Land

England

Lengd

200

Frumsýnd

4. apr 2018

Land

England

Ást Verdis á verkum Shakespeares kviknaði fyrst hjá Macbeth, leikrit sem hann taldi vera „eitt af merkilegustu sköpunarverkum mannkyns“. Verdi tók höndum saman við Francesco Maria Piave (libretto) og vildi gera eitthvað stórfenglegt. Árangurinn af samstarfinu sést glögglega í hverjum einasta takti þessa tilkomumikla verks.

Herforinginn Macbeth berst fyrir Skotlandskonung – en þegar nornir spá því fyrir að hann muni sjálfur verða konungur ákveður hann ásamt eiginkonu sinni að fremja hræðileg ódæði. Morð markar upphafið á skamma stjórnunartíð Macbeths sem einkennist af leynimakki og mannsfalli. Nornirnar koma aftur saman að spá fyrir um fall Macbeths og konu hans.

+ Lesa meira

Uppsetning Phyllidu Lloyd frá árinu 2002 einkennist af ríkulegum svörtum, rauðum og gylltum litum. Hönnuðurinn Anthony Ward lætur nornirnar klæðast skarlatsrauðum vefjahnöttum sem undirstrika stöðu þeirra sem tákngervingar örlaganna. Lloyd túlkar myrkar gjörðir Macbeths sem hryggðarefni hans; barnsleysið. Konunglega óperan notast við Parísarútgáfuna frá árinu 1865 á verki Verdis sem inniheldur aríuna „La luce langue“ sungna af frú Macbeth.

Verkið er um það bil 3 klukkustundir og 20 mínútur að lengd með einu hléi.
Óperan er sungin á ítölsku og sýnd með enskum texta.

Tónlist – GIUSEPPE VERDI
Leikstjóri – PHYLLIDA LLOYD
Hljómsveitarstjóri – ANTONIO PAPPANO

MACBETH – ŽELJKO LUČIĆ
FRÚ MACBETH – ANNA NETREBKO
BANQUO – ILDEBRANDO D’ARCANGELO

Lengd

200

Frumsýnd

4. apr 2018

Land

England

Ást Verdis á verkum Shakespeares kviknaði fyrst hjá Macbeth, leikrit sem hann taldi vera „eitt af merkilegustu sköpunarverkum mannkyns“. Verdi tók höndum saman við Francesco Maria Piave (libretto) og vildi gera eitthvað stórfenglegt. Árangurinn af samstarfinu sést glögglega í hverjum einasta takti þessa tilkomumikla verks.

Herforinginn Macbeth berst fyrir Skotlandskonung – en þegar nornir spá því fyrir að hann muni sjálfur verða konungur ákveður hann ásamt eiginkonu sinni að fremja hræðileg ódæði. Morð markar upphafið á skamma stjórnunartíð Macbeths sem einkennist af leynimakki og mannsfalli. Nornirnar koma aftur saman að spá fyrir um fall Macbeths og konu hans.

+ Lesa meira

Uppsetning Phyllidu Lloyd frá árinu 2002 einkennist af ríkulegum svörtum, rauðum og gylltum litum. Hönnuðurinn Anthony Ward lætur nornirnar klæðast skarlatsrauðum vefjahnöttum sem undirstrika stöðu þeirra sem tákngervingar örlaganna. Lloyd túlkar myrkar gjörðir Macbeths sem hryggðarefni hans; barnsleysið. Konunglega óperan notast við Parísarútgáfuna frá árinu 1865 á verki Verdis sem inniheldur aríuna „La luce langue“ sungna af frú Macbeth.

Verkið er um það bil 3 klukkustundir og 20 mínútur að lengd með einu hléi.
Óperan er sungin á ítölsku og sýnd með enskum texta.

Tónlist – GIUSEPPE VERDI
Leikstjóri – PHYLLIDA LLOYD
Hljómsveitarstjóri – ANTONIO PAPPANO

MACBETH – ŽELJKO LUČIĆ
FRÚ MACBETH – ANNA NETREBKO
BANQUO – ILDEBRANDO D’ARCANGELO