Leikstjórn
Kenneth Branagh
Lengd
N/A
Frumsýnd
10. nóv 2017
Handrit
Michael Green (screenplay by), Agatha Christie (based upon the novel by)
Land
Malta, USA
Belgíski morðgátusérfræðingurinn Hercule Poirot er meðal farþega á fyrsta farrými Austurlandahraðlestarinnar sem er á leið til Vestur-Evrópu. Nótt eina er einn farþeganna myrtur í svefni og þar sem lestin er teppt vegna snjóskriðu sem hylur lestarteinana fær Hercule tíma og tækifæri til að rannsaka málið, raða saman sönnunargögnum og finna morðingjann áður en lögreglan kemur um borð.
Morðið í Austarlandahraðlestinni er ein frægasta og vinsælasta saga rithöfundarins og morðgátudrottningarinnar Agöthu Christie. Hún kom út 1. janúar 1934 og varð strax mjög vinsæl eins og fleiri sögur Agöthu. Sagan hefur verið kvikmynduð og sett upp á leiksviðum ótal mörgum sinnum gegnum tíðina.