Frumsýnd
6. apr 2018
Háskólabíó kynnir glænýja þróun í bíóþægindum en frá og með föstudeginum 6. apríl mun eitt ástsælasta kvikmyndahús landsins taka upp númeruð sæti og hlélausar sýningar á öllum myndum.
Þetta er til þess að mæta eftirspurnum þeirra sem vilja upplifa kvikmyndir í einni setu án truflana. Gestir geta þá mætt og valið sitt uppáhaldssæti og verslað veitingar í ró án þess að hafa áhyggjur af örtröð í miðasölu eða tíma.
Ísland hefur lengi verið á meðal fárra landa í heiminum sem bjóða upp á bíósýningar með hléum og hefur það lengi verið hluti af hefð íslenskrar bíómenningar. Með því að bjóða upp á hlélausar sýningar og númeruð sæti hefur Háskólabíó skapað sér sterka sérstöðu.