


Leikstjórn
May el-Toukhy
Lengd
127
Frumsýnd
25. okt 2019
Land
DK
Líf miðaldra lögfræðingsins Önnu virðist við fyrstu sýn vera fullkomið. Hún á fallegt heimili, góðan eiginmann og tvíburadætur.
Veröld fjölskyldunnar tekur við miklum stakkaskiptum þegar stjúpsonurinn Gustav flytur á heimili þeirra. Skyndilega ákveður Anna að tæla drenginn með árangursríkum hætti og hefst þá forboðið samband á milli þeirra. Eins og gefur að skilja mun sambandið hafa alvarlegar afleiðingar þegar upp um það kemst, en það er aðeins tímaspursmál hvenær allt springur.