Leikstjórn
Alexandre de La Patellière og Matthieu Delaporte
Frumsýnd
23. jan 2025
Handrit
Alexandre Dumas, Alexandre de La Patellière og Matthieu Delaporte
Eftir að hafa flúið úr fangelsi og setið þar inni saklaus í 14 ár, ranglega sakaður um ríkissvik, snýr Edmond Dantès aftur sem greifinn af Monte Cristo til að hefna sín á öllum þeim sem sviku hann.
Greifinn af Monte Cristo er byggð a sígildri sögu Alexandre Dumas eldri og er sagan að hluta til byggð á sönnum atburðum úr lífi skósmiðsins Pierre Picaud. Hér er um að ræða glænýja kvikmynd sem hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda.
Myndin er sýnd með frönsku tali og íslenskum texta.