Leikstjórn
Sara Dosa
Frumsýnd
7. okt 2019
Sjáandinn og hið ósýnilega er nýstárleg umhverfisheimildarmynd sem segir sögu Ragnhildar Jónsdóttur, íslenskrar ömmu og sjáanda sem talar fyrir hönd berskjaldaðrar náttúru. Sagan er sögð út frá hennar sjónarhorni og ferðalag hennar verður að allegóríu fyrir samband mannsins við náttúru og framþróun í skugga alheimsfjármálakreppu.