Leikstjórn
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson
Lengd
90 mín
Frumsýnd
6. sep 2017
Handrit
Huldar Breiðfjörð, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson
Land
Ísland
Agnes (Lára Jóhanna Jónsdóttir) grípur Atla (Steindi) við að horfa á gamalt kynlífsmyndband, hendir honum út og meinar honum að umgangast 4 ára dóttur þeirra. Atli flytur inn á foreldra sína (Siggi Sigurjóns, Edda Björgvins) sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi (Þorsteinn Bachmann, Selma Björns).
+ Lesa meiraStórt og fagurt tré sem stendur í garði foreldranna skyggir á garð nágrannanna, sem eru orðin langþreytt á að fá ekki sól á pallinn. Á sama tíma og Atli berst fyrir umgengni við dóttur sína verður deilan um tréð sífellt harðari. Eignaspjöll eru framin og gæludýr hverfa á dularfullan hátt þegar sögusagnir um mann með keðjusög fara á kreik.
Hér skrifa Huldar Breiðfjörð og Hafsteinn Gunnar handrit að samtímasögu um nágranna- og forræðisdeilur sem fara úr böndunum. Myndin fjallar um venjulegt fólk í tilgangslausu stríði hvort við annað en einn aðalleikari myndarinnar er stórt og fallegt tré!